Fréttir

Andaðu - Ljósmyndasýning eftir Jónu Þorvaldsdóttur

Nú stendur yfir ljósmyndasýning á svarthvítum listljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur, í Norska Húsinu. Jóna verður á staðnum með listamannaspjall laugardaginn 30.mars frá kl. 16-18. Léttar veitingar í boði.

Sjónauki og Mundi

Í tilefni af Óskahelgi í Stykkishólmi opna tvær nýjar sýningar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 28. október kl. 14:00. Anna Sigríður Gunnarsdóttir opnar sýninguna Sjónauki. Steinnun Gríma opnar sýninguna Mundi. Anna Sigríður Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1960 en hefur verið búsett í Stykkishólmi síðan 1982. Hún lærði mótun í leir og tengd efni í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

HJARTASTAÐUR - Ný grunnsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla opnar

Ný grunnsýning verður opnuð laugardaginn 23. september kl. 14:30 í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýningin leysir af hólmi fyrri grunnsýningu safnsins sem staðið hefur yfir á miðhæð hússins síðan árið 2001.

Solander 250:Bréf frá Ísland - opnun

Laugardaginn 23. september opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin Solander 250:Bréf frá Íslandi. Sýningin hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt land frá haustinu 2022 og enda í Svíþjóð 2024. Sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslensk grafík og sænska sendiráðsins á Íslandi.

Glerverk með Snæfellsnes í huga

Sýningin Glerverk með Snæfellsnes í huga eftir Hrafnhildi Ágústdóttur (Rabbý) opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, laugardaginn 8. júlí kl. 14:00. Á sýningunni eru 36 fuglamyndir, aðallega af farfuglum, sem eru algengir á Snæfellsnesi. Sex myndir eru í hverju setti, lóur, kríur, tjaldar, maríuerlur, hrafnar og sex mismunandi vaðfuglar, spói,

Skotthúfan 1. júlí

Þjóðbúningahátíð Byggðasafns Snæfellina og Hnappdæla fer fram 1. júlí

Safnaklasi á Vesturlandi

Þriðjudaginn 6. júní var formlega stofnaður Safnaklasi Vesturlands, fór stofnfundurinn fram í Reykholti Þar skrifaði safnstjóri Byggðasas Snæfellinga og Hnappdæla undir stofnskrá hans, ásamt öðrum söfnum, sýningum og setrum á Vesturlandi.

Fuglabingó og ratleikur

Á sumardaginn fyrsta mun Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla standa fyrir fuglabingói fyrir börn, í tilefni þess að nú stendur yfir ljósmyndasýningin Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Einnig verður boðið upp á ratleik sem hefst frá Norska húsinu. Bingóið og ratleikurinn hefst, kl. 13:00. T ilvalið að hlusta eftir fuglahljóðum þangað til. Að loknu bingó og ratleik verður boðið upp á grillaður pylsur á torginu við Norska húsið. Fögnum sumrinu með útileikjum. Spáin er góð! Hlökkum til að sjá ykkur. Safnið verður opið frá kl. 13-16. Sumarfjör frá kl. 13-15.

Fuglar á Snæfellsnesi - Daníel Bergmann

Laugardaginn 25. mars kl. 17:00 opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla ljósmyndasýningin - Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Daníel Bergmann náttúruljósmyndari hefur lengi fylgst með fuglalífinu á Snæfellsnesi og myndað fuglana sem má finna á nesinu, bæði þá algengu og sjaldséðu. Á sýningunni eru myndir af nokkrum þessara fuglategunda ásamt ýmiss konar upplýsandi fróðleik um tilveru þeirra á Snæfellsnesi. Það er vel við hæfi að gefa fuglunum gaum um þetta leyti árs því nú gengur brátt í garð varptími sumra staðfugla og farfuglarnir byrja að streyma til landsins í apríl.

Hræðileg helgi 24. - 25. febrúar

Það verður margt um að vera á safninu í tilefni þess að Hræðileg helgi í Stykkishólmi verður haldin dagana 24. -25. febrúar. Föstudaginn 24. febrúar verður draugahús á safninu þar sem Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur mun leiða gesti um draugahúsið og segja frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja mann.