Hjartagull og Silfurbúrið - sýning í Norska húsinu
31.03.2021
Fimmtudaginn 1. apríl kl. 14:00 opna tvær sýningar í Norska húsinu.
Ljóðasýningin Hjartagull eftir Kristínu Lilju Gunnsteinsdóttur og ljósmyndasýningin Silfurbúrið eftir Hjördísi Eyþórsdóttur.
Hjördís Eyþórsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1991. Hjördís hóf að taka ljósmyndir árið 2016 og hefur lengi haft mikinn áhuga á ljósmyndum.
Á sýningunni sýnir hún brot úr nýju langtímaverki sínu. Silfurbúrið afhjúpar landsbyggðardrauminn og sýnir draumkenndan raunveruleika ungrar konu sem býr ein í smábæ á Vesturlandi.
Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir var fædd árið 1990. Á sýningunni gefur að líta ljóð og teikningar eftir hana frá því hún var barn í Stykkishólmi. En það kom snemma í ljós hversu listræn Kristín var og í henni bjó ólgandi og skapandi kraftur.
Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Vesturlands og Lista- og menningarsjóði Stykishólmsbæjar.