Skotthúfan 2020
21.04.2020
Laugardaginn 4. júlí n.k. fer fram þjóðbúningahátíðin Skotthúfan í Stykkishólmi. Hátíðin hefur fest sig í sessi og setur hún fagran brag á annars fallegan bæ þegar áhugafólk af öllu landinu heimsækir Stykkishólm í sínu fínasta pússi. Byggðasafn Snæfellinga- og Hnappdæla hefur veg og vanda að hátíðinni og hefur fóstrað hana frá fyrstu tíð í Norska húsinu, elsta tvílyfta timburhúsi á Íslandi. Í undirbúningsnefnd sitja þær Anna Melsteð og Ingibjörg Ágústsdóttir ásamt Hjördísi Pálsdóttur forstöðukonu Byggðasafnsins.