Fréttir

Saga frá Mósambík, ljósmyndasýning eftir Halszka Wierzbicka

Saga frá Mósambík er saga um það hvernig ungar Lomwe stúlkur verða að konum. Hún er einn hluti af stóru þjóðfræðiverkefni sem gefið var út í bók ásamt 50 ljósmyndum (Lomwe. Breaths of Mozambique). Frásögnin gefur skýra mynd af því hversu kröftug hefðin getur verið og endurspeglar efnahagsleg og félagsleg vandamál samtímans. Líkt og í gegnum linsu þá einblínir hún á sögu Mósambískra kvenna og í samhengi við breytingar, velgengni og misfelllur landsins alls.

Guðrún Svana Pétursdóttir opnaði ljósmyndasýninguna Fangaðu augnablikið

Guðrún Svana Pétursdóttir opnað í dag ljósmyndasýninguna Fangaðu augnablikið í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Guðrún er áhugaljósmyndari og tekur myndir aðallega af náttúru og byggingum í drungalegum og dramatískum stíl. Myndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2019 til 2024.

Draugahús á Hræðilegri helgi

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi verður Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið sett í hræðilegan draugalegan búning. Það eru krakkarnir í Félagsmiðstöðinni X-ið sem sjá um að hræða okkur.

Fangaðu augnablikið ljósmyndasýning eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur

Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, opnar föstudaginn 14. febrúar kl. 17:30.

Matar- og handverksmarkaður í Norska húsinu

Hin árlegi matar- og handverksmarkaður í Norska húsinu - BSH. Laugardaginn 7. des. kl. 13-16. Fimmtudagskvöldið 12. des. kl. 20-22. Allir hjartanlega velkomnir Þeir sem vilja taka þátt í markaðnum geta haft samband í s. 433-8114/865-4516 eða á netfangið info@norskahusid.is

Einar Falur Ingólfsson kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók

Laugardaginn 30. nóvember, kl. 13 til 16, verður Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í Norska húsinu og kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins.

Piparkökuhússkreytingar í Norska húsinu

Laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00-16:00, verður í boði að koma að skreyta piparkökuhús og piparkökur í Norska húsinu.

Minningar - ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar

Í tilefni Norðurljósahátíðar, verður fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar, í Norska húsinu laugardaginn 26. október kl. 13:00.

Samsýning

Í tilefni Norðurljósahátíðar verður opnuð samsýning Hólmara föstudaginn 25. október kl. 17:00.

Aftur og aftur en aldrei eins - sýningaropnun

Laugardaginn 5. október kl. 14:00 opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin, Aftur og aftur en aldei eins.