12.03.2025
Saga frá Mósambík er saga um það hvernig ungar Lomwe stúlkur verða að konum. Hún er einn hluti af stóru þjóðfræðiverkefni sem gefið var út í bók ásamt 50 ljósmyndum (Lomwe. Breaths of Mozambique). Frásögnin gefur skýra mynd af því hversu kröftug hefðin getur verið og endurspeglar efnahagsleg og félagsleg vandamál samtímans. Líkt og í gegnum linsu þá einblínir hún á sögu Mósambískra kvenna og í samhengi við breytingar, velgengni og misfelllur landsins alls.
24.02.2025
Guðrún Svana Pétursdóttir opnað í dag ljósmyndasýninguna Fangaðu augnablikið í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.
Guðrún er áhugaljósmyndari og tekur myndir aðallega af náttúru og byggingum í drungalegum og dramatískum stíl. Myndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2019 til 2024.
13.02.2025
Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi verður Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið sett í hræðilegan draugalegan búning.
Það eru krakkarnir í Félagsmiðstöðinni X-ið sem sjá um að hræða okkur.
12.02.2025
Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, opnar föstudaginn 14. febrúar kl. 17:30.
06.12.2024
Hin árlegi matar- og handverksmarkaður í Norska húsinu - BSH.
Laugardaginn 7. des. kl. 13-16.
Fimmtudagskvöldið 12. des. kl. 20-22.
Allir hjartanlega velkomnir
Þeir sem vilja taka þátt í markaðnum geta haft samband í s. 433-8114/865-4516 eða á netfangið info@norskahusid.is
26.11.2024
Laugardaginn 30. nóvember, kl. 13 til 16, verður Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari í Norska húsinu og kynnir nýja bók sína, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins.
26.11.2024
Laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00-16:00, verður í boði að koma að skreyta piparkökuhús og piparkökur í Norska húsinu.
23.10.2024
Í tilefni Norðurljósahátíðar, verður fjallað um ljósmyndir Sigurðar Ágústssonar og Ágústs Sigurðssonar, í Norska húsinu laugardaginn 26. október kl. 13:00.
23.10.2024
Í tilefni Norðurljósahátíðar verður opnuð samsýning Hólmara föstudaginn 25. október kl. 17:00.
29.09.2024
Laugardaginn 5. október kl. 14:00 opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin, Aftur og aftur en aldei eins.