Desember í Norska húsinu.
12.12.2019
Síðastliðinn föstudag, 29. nóvember opnaði jólasýning safnins 24 dagar til jóla – Börnin fara að hlakka til. Á sýningunni ber að líta allskyns leikföng frá ýmsum tímum sem ætla má að börn gætu hafa fengið í jólagjöf.
Fimmtudaginn 5. desember verður safnið opið frá kl. 20-22 og ýmsar vörur í Krambúðinni verða á 20% afslætti.
Á annan í aðventu, sunnudaginn 8. desember kl. 14:00 munu þau Ingi Hans Jónsson og Siguborg Kr Hannesdóttir rifja upp ýmislegt um sögu jólanna.
Jólamarkaður verður fimmtudagskvöldin 13. og 20. des kl. 20-22.
Þann 14. desember verður ratleikur á safninu og jólasveinar kíkja í heimsókn.
Safnið er opið alla daga fram að jólum frá kl. 11-17, á Þorláksmessu verður opið frá kl. 11-22.