Fréttir

Solander 250:Bréf frá Ísland - opnun

Laugardaginn 23. september opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin Solander 250:Bréf frá Íslandi. Sýningin hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt land frá haustinu 2022 og enda í Svíþjóð 2024. Sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslensk grafík og sænska sendiráðsins á Íslandi.

Glerverk með Snæfellsnes í huga

Sýningin Glerverk með Snæfellsnes í huga eftir Hrafnhildi Ágústdóttur (Rabbý) opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, laugardaginn 8. júlí kl. 14:00. Á sýningunni eru 36 fuglamyndir, aðallega af farfuglum, sem eru algengir á Snæfellsnesi. Sex myndir eru í hverju setti, lóur, kríur, tjaldar, maríuerlur, hrafnar og sex mismunandi vaðfuglar, spói,

Skotthúfan 1. júlí

Þjóðbúningahátíð Byggðasafns Snæfellina og Hnappdæla fer fram 1. júlí

Safnaklasi á Vesturlandi

Þriðjudaginn 6. júní var formlega stofnaður Safnaklasi Vesturlands, fór stofnfundurinn fram í Reykholti Þar skrifaði safnstjóri Byggðasas Snæfellinga og Hnappdæla undir stofnskrá hans, ásamt öðrum söfnum, sýningum og setrum á Vesturlandi.

Fuglabingó og ratleikur

Á sumardaginn fyrsta mun Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla standa fyrir fuglabingói fyrir börn, í tilefni þess að nú stendur yfir ljósmyndasýningin Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Einnig verður boðið upp á ratleik sem hefst frá Norska húsinu. Bingóið og ratleikurinn hefst, kl. 13:00. T ilvalið að hlusta eftir fuglahljóðum þangað til. Að loknu bingó og ratleik verður boðið upp á grillaður pylsur á torginu við Norska húsið. Fögnum sumrinu með útileikjum. Spáin er góð! Hlökkum til að sjá ykkur. Safnið verður opið frá kl. 13-16. Sumarfjör frá kl. 13-15.

Fuglar á Snæfellsnesi - Daníel Bergmann

Laugardaginn 25. mars kl. 17:00 opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla ljósmyndasýningin - Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann. Daníel Bergmann náttúruljósmyndari hefur lengi fylgst með fuglalífinu á Snæfellsnesi og myndað fuglana sem má finna á nesinu, bæði þá algengu og sjaldséðu. Á sýningunni eru myndir af nokkrum þessara fuglategunda ásamt ýmiss konar upplýsandi fróðleik um tilveru þeirra á Snæfellsnesi. Það er vel við hæfi að gefa fuglunum gaum um þetta leyti árs því nú gengur brátt í garð varptími sumra staðfugla og farfuglarnir byrja að streyma til landsins í apríl.

Hræðileg helgi 24. - 25. febrúar

Það verður margt um að vera á safninu í tilefni þess að Hræðileg helgi í Stykkishólmi verður haldin dagana 24. -25. febrúar. Föstudaginn 24. febrúar verður draugahús á safninu þar sem Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur mun leiða gesti um draugahúsið og segja frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja mann.

Norska húsið 190 ára. Viðburðir á Norðurljósahátíð

Í ár fagnar Norska húsið 190 ára afmæli. Af því tilefni verður margt um að vera í safninu á Norðurljósahátíð dagana 21. - 23. október. Föstudagur 21. október kl. 16-17 Á safninu stendur yfir sýningin Sparistellið. Af því tilefni verður hægt að koma og skreyta sinn eigin bolla. Laugardagur 22. október kl. 13. Erindi í tilefni 190 ára afmæli hússins. 1 stk. Hólmur. Anna Melsteð fjallar um sögu og áhrif Norska hússins á Stykkishólm í 190 ár. Laugardagur 22. október kl. 13-16. Greta María Árnadótir og Lára Gunnarsdóttir verða með pop up verslun og taka vel á móti öllum. Sunnudagur 23. október kl. 15. Í tengslum við sýninguna Sparistellið verður kaffikynning frá kaffibrennslunni Valeria í Grundarfirði. Spákona kíkir svo í bollana. Viðburðirnir eru styrktir af Uppbyggingasjóð Vesturlands og Stykkishólmsbæ.

Sparistellið

Nú fer að líða að lokum sumaropnunar. Frá og með 15. ágúst - 15. september er safnið opið kl. 12-16. Sýningin Sparistellið opnað á Skotthúfuhátíðinni. Þar má sjá sparistell af ýmsum gerðum og frá ýmsum tímum og fræðsluefni því tengt, m.a. sögu Mávastellsins. Hvetjum þá sem ekki hafa séð sýninguna að kíkja við.

Kokteilboð og Hljómsveitin Bergmál

Í tilefni kokteilhátíðar mun Norska húsið halda kokteilboð og tónleika í Stáss stofunni föstudaginn 15. apríl kl. 17:00-18:00. Hljómsveitin Bergmál spilar undursamlega tónlist með húmorinn að vopni. Uppistand í tónlistarformi. Tónlistin þeirra er frumsamin og sérstaða þeirra er að blanda húmor saman við lagasmíðina með því markmiði að létta lund áhorfenda. Frekari upplýsingar um Bergmál er að finna á heimasíðu þeirra: https://www.bergmal.band/ Aðgangur er ókeypis. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.