Fréttir

Desember í Norska húsinu.

Síðastliðinn föstudag, 29. nóvember opnaði jólasýning safnins 24 dagar til jóla – Börnin fara að hlakka til. Á sýningunni ber að líta allskyns leikföng frá ýmsum tímum sem ætla má að börn gætu hafa fengið í jólagjöf. Fimmtudaginn 5. desember verður safnið opið frá kl. 20-22 og ýmsar vörur í Krambúðinni verða á 20% afslætti. Á annan í aðventu, sunnudaginn 8. desember kl. 14:00 munu þau Ingi Hans Jónsson og Siguborg Kr Hannesdóttir rifja upp ýmislegt um sögu jólanna. Jólamarkaður verður fimmtudagskvöldin 13. og 20. des kl. 20-22. Þann 14. desember verður ratleikur á safninu og jólasveinar kíkja í heimsókn. Safnið er opið alla daga fram að jólum frá kl. 11-17, á Þorláksmessu verður opið frá kl. 11-22.

Jólaopnun Norska hússins hefst 29. nóvember

Sýningin 24 dagar til jóla - Börnin fara að hlakka til opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappæla föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00. Ingi Hans Jónsson spjallar við gesti um leikföng liðinna tíma. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Lista- og menningarsjóði Stykkishólmsbæjar.

Skotthúfan 2019 - þjóðbúningadagur Norska hússins í Stykkishólmi

Skotthúfan 2019 verður haldin 29. júní næstkomandi, en Skotthúfan er þjóðbúningadagur Norska hússins - byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla - í Stykkishólmi. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar:

Viðurkenning frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni WMO

Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO veittti nýlega tveimur veðurathuganarstöðvum á Íslandi viðurkenningu fyrir meira en 100 ára samfellda mælisögu. Þetta er stöðin að Teigarhorni í Berufirði og stöðin í Stykkishólmi. Í tilefni viðurkenningarinnar efnir Norska húsið til stuttrar dagskrár föstudaginn 17. maí. Dagskráin hefst kl. 11:30 með stuttum fróðleikserindum frá Veðurstofu Íslands í Eldfjallasafninu en í lokin mun Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands afhjúpa viðurkenningarskjöld Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Norska húsinu.

Júlíana Jónsdóttir - sýning

Dagana 21. - 24 mars verður Júlíana - hátíð sögu og bóka haldin í sjöunda sinn í Stykkishólmi. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla ætlar að taka þátt í hátíðinni og opna sýningu um Júlíönu Jónsdóttur sem hátíðin er kennd eftir. Júlíana Jónsdóttir (27. mars 1838 – 12. júní 1917) var íslensk skáldkona, fædd á Búrfelli í Hálsasveit í Borgarfirði en fluttist til Kanada og dó þar. Hún gaf út ljóðabók fyrst íslenskra kvenna. Það var bókin Stúlka sem kom út árið 1876. Veturinn 1878-79 var leikrit hennar Víg Kjartans Ólafssonar sett upp í Stykkishólmi og er það fyrsta leikritið á Íslandi sem gert er eftir íslenskri fornsögu. Árið 1916 gaf hún svo út bókina Hagalagðar, sem kom út í Winnipeg og var fyrsta skáldverk eftir íslenska konu sem kemur út á bók vestanhafs. Á sýningunni verður ævihlaupi Júlíönu gerð skil, verkum hennar og tímanum er hún bjó í Stykkishólmi.