Guðrún Elena Magnúsdóttir heldur útsaumssýningu með útskriftarverkum frá École Lesage skólanum í París í Norska húsinu, Stykkishólmi.
Sýningin opnar 1. júní 2024 kl. 14:00.
École Lesage er útsaumsskóli í París sem starfað hefur frá 1992 en foreldrar stofnanda skólans (Françous Lesage), Albert og Marie-Louise tóku við La Maison Michonet vinnustofunni árið 1924 en vinnustofan var upphaflega stofnuð árið 1858.
Innan Maison Lesage er stærsta safn listræns útsaums í heiminum, með um 75.000 sýnishornum. Námsefni skólans er sett saman með innblæstri frá safnkostinum.