Fréttir

Draugasögur á þrettándanum

Mánudaginn 6. janúar kl. 17:30 verður haldinn viðburður í Norska húsinu undir yfirskriftinni Ísland í gamla daga - Draugasögur á þrettándanum. Viðfangsefnið er ísland í gamla daga í meðförum Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðings og sagnakonu. Björk hefur sérhæft sig í fornri þekkingu á náttúrunni og að segja íslenskar þjóðsögur fyrir unga jafnt sem aldna. Hin forna náttúruþekking býr t.d. í íslensku þjóðsögunum, þjóðtrúnni norænu goðafræðinni og Íslendingasögunum. Björk mun fjalla um þjóðsögur sem voru skráðar niður á miðhluta 19. aldar og komu út á árunum 1862-1864. Hún fjallar einnig um eðli og einkenni hinna íslensku drauga og segir nokkrar íslenskar draugasögur. Gestir eru hvattir til að mæta og endilega deila þeim draugasögum sem þeim hafa verið sagðar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Draugasögur á þrettándanum

Mánudaginn 6. janúar kl. 17:30 verður haldinn viðburður í Norska húsinu undir yfirskriftinni Ísland í gamla daga - Draugasögur á þrettándanum. Viðfangsefnið er ísland í gamla daga í meðförum Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðings og sagnakonu. Björk hefur sérhæft sig í fornri þekkingu á náttúrunni og að segja íslenskar þjóðsögur fyrir unga jafnt sem aldna. Hin forna náttúruþekking býr t.d. í íslensku þjóðsögunum, þjóðtrúnni norænu goðafræðinni og Íslendingasögunum. Björk mun fjalla um þjóðsögur sem voru skráðar niður á miðhluta 19. aldar og komu út á árunum 1862-1864. Hún fjallar einnig um eðli og einkenni hinna íslensku drauga og segir nokkrar íslenskar draugasögur. Gestir eru hvattir til að mæta og endilega deila þeim draugasögum sem þeim hafa verið sagðar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.