Ný sýning í Norska húsinu - „Heimili á hafinu …“ G. Sch. / Landfestar
17.07.2021
Kynningin sem nú stendur yfir í Norska húsinu í Stykkishólmi fjallar um hús í Flatey, tvö hús: hús Guðmundar Scheving og hús Herdísar Guðmundsdóttur Scheving og Brynjólfs Bogasonar Benediktsen. Húsin eru friðuð, og eru minni um menningar/endurreisn sem átti sér stað í Flatey um miðja 19. öld; þar nefndur presturinn Ólafur Sívertsen, en þeir voru fleiri sem þar voru. Brynjólfur Benediktsen lést 1870 og Herdís hvarf úr eyjunni ásamt dótturinni Ingileifi. Áratugirnir 1840 til um 1870 voru einnig baráttuár Íslendinga fyrir afnámi danskra verslunarhafta, og fyrir leyfi til heimastjórnar, fyrir stjórnarskrá þess tíma. Þeir sem getið er um voru staðfastir fylgjendur Jóns Sigurðssonar, þjóðflokksmenn og Þjóðfundarmenn 1851.