Fuglar á Snæfellsnesi - Daníel Bergmann
21.03.2023
Laugardaginn 25. mars kl. 17:00 opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla ljósmyndasýningin - Fuglar á Snæfellsnesi eftir Daníel Bergmann.
Daníel Bergmann náttúruljósmyndari hefur lengi fylgst með fuglalífinu á Snæfellsnesi og myndað fuglana sem má finna á nesinu, bæði þá algengu og sjaldséðu. Á sýningunni eru myndir af nokkrum þessara fuglategunda ásamt ýmiss konar upplýsandi fróðleik um tilveru þeirra á Snæfellsnesi. Það er vel við hæfi að gefa fuglunum gaum um þetta leyti árs því nú gengur brátt í garð varptími sumra staðfugla og farfuglarnir byrja að streyma til landsins í apríl.