Desember í Norska húsinu
10.02.2022
Það var margt um að vera í Norska húsinu í desember síðastliðinn.
Safnið setti upp jólasýningu sem nefndist Þið kannist við jólaköttinn þar sem fjallað var um jólavætti.
Húslestur var haldinn í stássstofunni. Rithöfundarnir Bragi Páll Sigurðarson og Kamilla Einarsdóttir lásu uppúr nýútkomnum bókum sínum, Arnaldur Indriðason deyr og Tilfinningar eru fyrir aumingja.
Þann 9. og 16. desember voru haldnir jólamarkaðir, þá daga hélt einnig Anna Melsteð þjóðfræðingur fyrirlesturinn Hvað leynist í skattholinu? Sögur, ferðasögur, þjóðsögur og sögubútar, satt og logið!
Í desembermánuði sýndi safnið einnnig brot af safnkosti sínum í jóladagatali á facebook.
Árið 2022 verður margt skemmtilegt um að vera og verður það nánar auglýst síðar.