Saga frá Mósambík, ljósmyndasýning eftir Halszka Wierzbicka
12.03.2025
Saga frá Mósambík er saga um það hvernig ungar Lomwe stúlkur verða að konum. Hún er einn hluti af stóru þjóðfræðiverkefni sem gefið var út í bók ásamt 50 ljósmyndum (Lomwe. Breaths of Mozambique). Frásögnin gefur skýra mynd af því hversu kröftug hefðin getur verið og endurspeglar efnahagsleg og félagsleg vandamál samtímans. Líkt og í gegnum linsu þá einblínir hún á sögu Mósambískra kvenna og í samhengi við breytingar, velgengni og misfelllur landsins alls.