Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO veittti nýlega tveimur veðurathuganarstöðvum á Íslandi viðurkenningu fyrir meira en 100 ára samfellda mælisögu. Þetta er stöðin að Teigarhorni í Berufirði og stöðin í Stykkishólmi.
Í tilefni viðurkenningarinnar efnir Norska húsið til stuttrar dagskrár föstudaginn 17. maí. Dagskráin hefst kl. 11:30 með stuttum fróðleikserindum frá Veðurstofu Íslands í Eldfjallasafninu en í lokin mun Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands afhjúpa viðurkenningarskjöld Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar í Norska húsinu.
Fróðleikserindi kl. 11:30 í Eldfjallasafni:
„Veðurbók nr. 1“ Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurgögnum segir stuttlega frá sögu veðurathugana í Stykkishólmi.
„Tæpum tveimur öldum síðar“ Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Athugana- og tæknisviðs, veitir innsýn í tækniheim veðurathugana dagsins í dag.
Kl. 12:00: Gengið yfir í Norska húsið þar sem Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, afhjúpar viðurkenningarskjöld Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.
Dagskrá lýkur kl. 12:30
Léttar veitingar í boði.
Allir hjartanlega velkomnir.