Leitin að sjálfri mér

Margrét Lilja Álfgeirsdóttir opnar sýninguna Leitin að sjálfri mér laugardaginn 19. apríl 2025 kl. 14:00. Margrét Lilja er fædd árið 2002. Hún útskrifaðist með diploma í listmálun af listmálarabraut, úr Myndlistarskólanum í Reykjavík vorið 2024.  Margrét vonar að sýningin verði hvetjandi fyrir aðra skapandi einstaklinga á Snæfellsnesi, veiti innblástur til listsköpunar og styrki menningarlíf samfélagsins. Einnig er þetta einstakt tækifæri fyrir hana til að sýna verk sín opinberlega áður en hún heldur áfram í frekara listnám næsta haust.