Laugardaginn 5. október kl. 14:00 opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin, Aftur og aftur en aldei eins.
Aftur og aftur en aldrei eins vinnur Sigríður Melrós prentverk með tækni dúkristu. Innblástur hennar kemur úr náttúrunni og með þrykkverkum sínum festir hún á blað það sem grær í kringum hana. Verkin eru litrík og næm og unnin í skapandi flæði þar sem bakgrunnur og endurtekið þrykkið gerir útkomuna alltaf nýja og ferska.
Sigríður hefur unnið við myndlist frá því hún lauk námi í Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1989. Hennar miðill hefur aðallega verið málverk og grafík, sérstaklega dúk og tréristur. Sigríður tók hlé á eigin listsköpun er hún vann við sýningartjórn á Listasafni Íslands og síðar sem safnstjóri á Listasafni Einars Jónssonar en tók upp þráðinn aftur fyrir fjórum árum og vinnur núna einvörðungu með dúkristuna. Hún horfir ofan í svörðinn því jurtirnar heilla og næra.
Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld les ljóð á opnuninni en 12. ljóðabók hennar er væntanleg í október.
Sýningin stendur til 23. október.
Allir hjartanlega velkomnir.
Léttar veitingar í boði.