Styrkir til Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla

Laugardaginn 21. mars úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla hlaut öndvegisstyrk (2020-2022) og fjóra verkefnastyrki og nema styrkupphæðirnar samtals 12,7 milljónum króna:

9.5 mkr. öndvegisstyrkur til verkefnisins: Ný grunnsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.
1.4 mkr. styrkur til verkefnisins: Skráning safnmuna.
700.000 kr. styrkur til verkefnisins: Skotthúfan 2020.
660.000 kr. styrkur til verkefnisins: Viðbrögð við eftirliti Safnaráðs.

500.000 kr. styrkur til verkefnisins: Landfestar við Silfurgarð / Áttundi áratugurinn í Flatey, sýning.

 

Starfsfólk safnsins færir Safnasjóði bestu þakkir fyrir rausnarlegan stuðning.

 

Fyrr á árinu fékk safnið einnig úthlutaða styrki úr Uppbyggingasjóði Vesturlands og Lista- og menningarsjóði Stykkishólmsbæjar og færum við þeim þakkir fyrir.

 

Uppbyggingasjóður Vesturlands:

500.000 kr. styrkur til verkefnisins: Ný grunnsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla 1. hluti.

✅200.000 kr. styrkur til verkefnisins: Skotthúfan 2020.

150.000 kr. styrkur til verkefnisins: Jólavættir - Jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.

150.000 kr. styrkur til verkefnisins: Frá mótun til muna - sýning í Norska húsinu

 

 

Lista- og menningasjóður Stykkishólmsbæjar:

✅150.000 kr. styrkur til verkefnisins: Skotthúfan 2020.

100.000 kr. styrkur til verkefnisins: Jólavættir - Jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.

100.000 kr. styrkur til verkefnisins: Landfestar við Silfurgarð / Áttundi áratugurinn í Flatey, sýning.

100.000 kr. styrkur til verkefnisins: Hrekkjavökuhátíð í Norska húsinu.