Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

16.05.2024

Hvar er hjartastaðurinn þinn? - Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Anna Sigríður Melsteð sýningarstjóri nýrrar grunnsýningar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla segir frá rannsókn sem gerð var í aðdraganda sýningarinnar og verður með sýningarleiðsögn. Ókeypis aðgangur og öll velkomin
03.05.2024

Listasmiðja með Ísól

Þann 6. apríl opnaði Ísól Lilja Róbertsdóttir sýninguna Lifandi hringform í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Ísól ólst upp í Stykkishólmi og var því frá ungum aldri umkringd fallegri náttúru Snæfellsness. Hún hefur alltaf verið heilluð af mynstrum og litum, ekki aðeins í náttúrunni, heldur einnig í geimnum.
04.04.2024

Lifandi hringform - myndlistarsýning eftir Ísól

Ísól Lilja Róbertsdóttir heldur myndlistarsýningu með nýjum og nýlegum verkum í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýningin opnar 6. apríl.
21.03.2024

Andaðu - Ljósmyndasýning eftir Jónu Þorvaldsdóttur

Nú stendur yfir ljósmyndasýning á svarthvítum listljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur, í Norska Húsinu. Jóna verður á staðnum með listamannaspjall laugardaginn 30.mars frá kl. 16-18. Léttar veitingar í boði.
Hvað er á dagskrá?

Viðburðir

Sjá alla viðburði

Norska Húsið

Norska húsið er fyrsta tvílyfta íbúðarhús reist á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 fyrir Árna Thorlacius.

Krambúð

Á fyrstu hæð Norska hússins má finna Krambúð sem selur hin ýmsu listaverk, bæði eftir listamenn í Stykkishólmi og annars staðar frá.

Grunnsýningin

Sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ og dregur fram sjónarhorn ungs fólks á umhverfi sitt og tengingu þess við átthagana.