Sýningar

Ný grunnsýning Norska hússins opnaði í september 2023. 

Sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ og dregur fram sjónarhorn ungs fólks á umhverfi sitt og tengingu þess við átthagana en saga Snæfellsness blandast þar inn í enda ótalmargir utanaðkomandi þættir í sögunni sem höfðu afgerandi áhrif á líf ungmenna á tímabilinu 1900 til samtímans. Reynt er að endurspegla menningu og veruleika ungs fólks á Snæfellsnesi meðal annars með viðtölum við Snæfellinga á ýmsum aldri. Auk þess varpa heimildir og gögn annarsstaðar frá, ljósi á sögusvið sýningarinnar. Dustað er rykið af hluta þeirra 6000 gripa sem Byggðasafnið varðveitir og tengjast umfjöllunarefninu. Má þar finna forvitnilega hluti sem á einhverjum tímapunkti hafa haft áhrif á líf ungs fólks og fjölmargir gestir sýningarinnar tengja sjálfir við.

Í risi er opin safngeymsla sem sýnir þverskurð af safnkostinum og er munum reglulega skipt út. Geymsla safnsins er utan Norska hússins.

Á jarðhæð Norska hússins eru tveir sýningarsalir þar sem settar eru upp sýningar á sumrin og á aðventu. Þessar sýningar eru 3 – 8 yfir árið. Flestar byggja þær á safnkostinum, en einnig koma inn listsýningar, gjarnan tengdar sögu svæðisins, og fyrir kemur að sýningar eru fengnar að láni. Byggðasafnið starfrækir Krambúð þar sem kennir margra grasa. Auk sýninga hefur safnið kappkostað að bjóða upp á staka viðburði. Frá árinu 2005 hefur t.d. verið haldinn árlegur þjóðbúningadagur. Einnig eru haldnir markaðir í tengslum við atburði í húsinu.

Hér að neðan má finna upplýsingar um þær sýningar sem haldnar hafa verið á jarðhæð safnsins seinustu ár.

 

Þið kannist við jólaköttinn - 2021

Mynd af sveitarfélagi

Jólasýning safnins 2021 fjallaði um jólavætti.

Myndir af sýningu

Heimili á hafinu …“ G. Sch. / Landfestar - 2021

Mynd af sveitarfélagi

Sýningin fjallar um hús í Flatey, tvö hús: hús Guðmundar Scheving og hús Herdísar Guðmundsdóttur Scheving og Brynjólfs Bogasonar Benediktsen. Húsin eru friðuð, og eru minni um menningar/endurreisn sem átti sér stað í Flatey um miðja 19. öld; þar nefndur presturinn Ólafur Sívertsen, en þeir voru fleiri sem þar voru. Brynjólfur Benediktsen lést 1870 og Herdís hvarf úr eyjunni ásamt dótturinni Ingileifi. Áratugirnir 1840 til um 1870 voru einnig baráttuár Íslendinga fyrir afnámi danskra verslunarhafta, og fyrir leyfi til heimastjórnar, fyrir stjórnarskrá þess tíma. Þeir sem getið er um voru staðfastir fylgjendur Jóns Sigurðssonar, þjóðflokksmenn og Þjóðfundarmenn 1851.

Myndir af sýningu

Heimili á hafinu …“ G. Sch. / Landfestar

Silfurbúrið - 2021

Mynd af sveitarfélagi

Hjördís Eyþórsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1991. Hjördís hóf að taka ljósmyndir árið 2016 og hefur lengi haft mikinn áhuga á ljósmyndum. Á sýningunni sýnidni hún brot úr nýju langtímaverki sínu. Silfurbúrið afhjúpar landsbyggðardrauminn og sýnir draumkenndan raunveruleika ungrar konu sem býr ein í smábæ á Vesturlandi.

Myndir af sýningu

Hjartagull - 2021

Mynd af sveitarfélagi

Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir var fædd árið 1990. Á sýningunni gaf að líta ljóð og teikningar eftir hana frá því hún var barn í Stykkishólmi. En það kom snemma í ljós hversu listræn Kristín var og í henni bjó ólgandi og skapandi kraftur.

Myndir af sýningu

Er líða fer að jólum - 2020

Mynd af sveitarfélagi

Sýning um jólahald og jólahefðir opnaði 21. nóvember. Þar var meðal annars fjallað um jólartré, jóladagatöl, jólaljós, aðventuljós, jólasveina og fleira.

Myndir af sýning

Frá mótun til muna - 2020

Mynd af sveitarfélagi

Á sýningunni voru sýnd verk átta leirlistamanna sem séhæfa sig í brennslu keramiks með lifandi eldi.

Listaverkin bera mark náttúrunnar því ásamt eldinum eiga vindurinn, rakinn og hitastigið þátt í sköpuninni. Listamaðurinn er því ekki alsráðandi í ferlinu heldur þáttakandi í samvinnu með alheiminum.

Myndir af sýningu

Jólasýning 2019. 24 daga til jóla - Börnin fara að hlakka til

Mynd af sveitarfélagi

Jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla opnaði 29. nóvember 2019. Sýningin bar heitið 24 dagar til jóla - Börnin fara að hlakka til. Gerð voru 24 spjöld um jólagjafir. Teknar var fyrir vinsælar jólagjafir barna í gegnum tíðina.

Sett var upp jólastofa, þar gátu gestir t.d. spilað Nintendo tölvuleiki.

 

Spjöld

Myndir af sýningu

 

 

Nr. 3 Umhverfing

Mynd af sveitarfélagi
Laugardaginn 22. júní 2019 opnaði formlega sýningin Nr. 3 Umhverfing.
Sýningin var þriðja sýning myndlistarverkefnisins Umhverfing sem Akademía skynjunarinnar stendur fyrir. Myndlistarverkefnið er ferðalag umhverfis landið með það að markmiði að setja upp sýningar á verkum myndlistarmanna sem eiga ættir að rekja í, eða tengjast því byggðarlagi, þar sem staldrað er við, hverju sinni. Sýningarnar eru settar upp í óhefðbundnu rými myndlistar og þannig myndast nýjar og spennandi tengingar milli staðhátta og verka listamannanna.
Á sýningunni voru verk eftir 71 listamann og voru verk eftir 6 þeirra í Norska húsinu. Þeir voru:
Árni Páll Jóhannsson, Ásta Sigurðardóttir, John Zurier, Sigurborg Stefánsdóttir, Steingrímur Eyfjörð og Ragnhildur Ágústsdóttir.

 

Myndir af sýningu úr Norska húsinu

Myndir af allri sýningu

Júlíana Jónsdóttir - 2019

Mynd af sveitarfélagi

Dagana 21. - 24 mars 2019 var Júlíana - hátíð sögu og bóka haldin í sjöunda sinn í Stykkishólmi. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla tók þátt í hátíðinni og opnaði sýningu um Júlíönu Jónsdóttur sem hátíðin er kennd eftir.

Júlíana Jónsdóttir (27. mars 1838 – 12. júní 1917) var íslensk skáldkona, fædd á Búrfelli í Hálsasveit í Borgarfirði en fluttist til Kanada og dó þar. Hún gaf út ljóðabók fyrst íslenskra kvenna. Það var bókin Stúlka sem kom út árið 1876. Veturinn 1878-79 var leikrit hennar Víg Kjartans Ólafssonar sett upp í Stykkishólmi og er það fyrsta leikritið á Íslandi sem gert er eftir íslenskri fornsögu. Árið 1916 gaf hún svo út bókina Hagalagðar, sem kom út í Winnipeg og var fyrsta skáldverk eftir íslenska konu sem kemur út á bók vestanhafs.

Á sýningunni var ævihlaupi Júlíönu gerð skil, verkum hennar og tímanum er hún bjó í Stykkishólmi.

 

Spjöld

Ljóð

Titlspjald

Myndir af sýningu

Jólasýning 2018. 24 dagar til jóla - jólamatur

Mynd af sveitarfélagi

Jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla opnaði 1. desember 2018. Sýningin bar heitið 24 dagar til jóla - jólamatur. Gerð voru 24 spjöld um jólamat, ein tegund á hverju spjaldi, var hvert spjald eins og dagatalsgluggi. Tekinn var fyrir vinsæll jólmatur á Íslandi fyrr og nú. Einnig kökur, nammi og drykkir. Einnig voru gerð spjöld með auglýsingum um jólamat skipt eftir áratugum. Sett var upp eldhús og jólastofa, þar gátu gestir horft á gamalt sjónvarpsefni tengt jólunum, meðal annars jólamatreiðsluþætti og fyrstu jóla- Stundina okkar. Í tengslum við sýninguna voru haldnir nokkrir viðburðir, meðal annars gátu fjölskyldur komið og skreytt saman piparkökuhús.

Spjöld

Myndir af sýningu

 

Stykkishólmur í aðdraganda fullveldis 2018

Mynd af sveitarfélagi

Ljósmyndasafn Stykkishólms og Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla opnaði sýningu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Þar var m.a. hægt að sjá manntal yfir þá íbúa sem bjuggu í Stykkishólmi fullveldisárið 1918, auk þess myndir af Stykkishólmi og Hólmurum sem hér bjuggu á þessum tíma. Jafnframt sýningarspjöld um sögu Stykkishólms í aðdraganda fullveldis.

Spjöld

 

Sumarsýning 2018. Gluggi til fortíðar, gersemar nútíðar og arfur framtíðar: Endurgerð Norska hússins

Mynd af sveitarfélagi

Gluggi til fortíðar, gersemar nútíðar og arfur framtíðar: Endurgerð Norska hússins opnaði í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sunnudaginn 3. júní 2018.

Spjöld

Myndir af sýningu

Dáleiðandi mandölur og glaðlynd furðudýr 2017

Mynd af sveitarfélagi

Þann 6. desember 2017 opnaði myndlistarsýningin „Dáleiðandi mandölur og glaðlynd furðudýr“ í Norska húsinu í Stykkishólmi. Þar sýndu mæðgurnar Menja von Schmalensee og Ísól Lilja Róbertsdóttir nokkur af verkum sínum.

Myndir af sýningu

Sumarsýningar 2017

Mynd af sveitarfélagi

Árið 2017 voru tvær sumarsýningar, myndlistarsýning eftir Ernu Guðmarsdóttur, Fuglar og Fantasíur og ljósmyndasýning eftir Hjördísi Eyþórsdóttur, Snæfellsnes // 中國

Myndir af sýningu

Fermingarsýning 2017

Mynd af sveitarfélagi

Vorsýning Norska hússins 2017 var „Í fullorðinna manna tölu”. Sýningin fjallaði um fermingar og fangaði ýmsa tíðaranda, með gömlum fermingarmyndum og gjöfum frá íbúum Stykkishólms.

Myndir af sýningu

Aton sýning 2016

Mynd af sveitarfélagi

Sumarsýning Norska hússins-BSH 2016, var sýning á ATON húsgögnum sem var húsgagnasmiðja starfrækt í Stykkishólmi á árunum 1968-1975.

Spjöld

Myndir af sýningu

Bæklingur

Plakat

 

 

 

 

Sumarsýning 2015 - Miðstöðvar og mangarar. Breiðafjörður og Norður - Atlantshafið 1300-1700

Mynd af sveitarfélagi

Sýningin Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð: Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið 1300-1700, opnaði í Norska húsinu sumarið 2015.

Sýningin fjallaði um sögu viðskipta og verslunar erlendra kaupmanna við Breiðafjörð og samskipti þeirra við valdafólk á svæðinu. Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð var shafts sýning og er handrit hennar unnið af Valgerði Óskarsdóttur þjóðfræðing.

Sýningin er jafnframt hluti af stærra rannsóknarverkefni, Sögu Breiðafjarðar, sem unnið er að við Háskóla Íslands.

Myndir af sýningu

Á leið um landið - Febrúar 2015

Mynd af sveitarfélagi

Í febrúar 2015 tók Norska húsið og Stykkishólmsbær á móti farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands, Á leið um landið, sem gerð var vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Förin hófst í Snorrastofu í Reykholti í janúar, við lok febrúarmánuðar hélt sýningin áfram til 10 annarra sveitarfélaga á landinu og endaði í Reykjavík í desember.

Myndir af sýningu

 

 

Lítinn spöl frá Köldukvísl 2014

Mynd af sveitarfélagi

Lítinn spöl frá Köldukvísl var hluti af MA verkefni Hjördísar Pálsdóttur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Miðlunarverkefnið er sýning sem byggir á sögnum af Kerlingarskarði, bæði gömlum þjóðsögum sem og upplifunum fólks af skarðinu í seinni tíð.

Myndir af sýningu

Sumarsýning 2014 - Pixlaður tími

Mynd af sveitarfélagi

Sumarsýningin 2014 nefndist Pixlaður tími og var eins konar sjónrænt samtal við fortíðina. Um var að ræða samsýningu þriggja myndlistarmanna sem allir tengjast svæðinu bæði leynt og ljóst. Þetta voru þeir Birgir Snæbjörn Birgisson (f. 1966), Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (f. 1969) og Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953).

Myndir af sýningu