Í byrjun júní tók safnið á móti starfsfólki frá þjóðfræðideild Þjóðminjasafnsins í Gdansk (@mngdansk). Waldemar Elwart (aðstoðarforstöðumaður sýninga og verkefna), Anna Ratajczak-Krajka (sýningarstjóri þjóðfræðideildar NMG) og Urszula Kokoszka (@OddzialEtnografii / @etnografia.mng) komu í fræðsluheimsókn til okkar frá Póllandi.
Heimsóknin fór fram í tengslum við verkefnið „Circulation of Water“ (Hringrás vatnsins), sem er fyrsta skrefið í átt að því að byggja sameiginlegan vettvang fyrir listsköpun og rannsóknir milli stofnananna.
Við ræddum möguleika á að miðla þekkingu og safnkosti Norska hússins - Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla sem tengist hefðbundnum sjósóknaraðferðum og lífi mótað af vatni, auk þess að styðja við söfnun frásagna og vitnisburða um siði tengda sjósjókn – í nútíma og fortíð. Vatnasafnið og Síldaminjasafnið eru einnig samstarfsaðilar í verkefninu.
Þjóðminjasafnið í Gdańsk hyggst bjóða ungum listamönnum frá Listaháskólanum í Gdańsk að skapa hljóð- og myndræna sýningu innblásna af náttúru, landslagi, þjóðlegri menningu, óáþreifanlegri menningararfi og hefðbundinni handverksmenningu beggja landa, Póllands og Íslands. Sérstök áhersla verður lögð á þessi þemu í samhengi loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á nærumhverfi og menningarhætti.
Verkefnið „Circulation of Water – fræðsluheimsóknir“ er unnið með stuðningi frá KULTURA INSPIRUJĄCA 2025–2026 og fjármagnað af menningar- og minnisvarðaráðuneyti Póllands. Sendirá Póllands í Reykjavík eru heiðursverndari verkefnisins.