Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

12.03.2025

Saga frá Mósambík, ljósmyndasýning eftir Halszka Wierzbicka

Saga frá Mósambík er saga um það hvernig ungar Lomwe stúlkur verða að konum. Hún er einn hluti af stóru þjóðfræðiverkefni sem gefið var út í bók ásamt 50 ljósmyndum (Lomwe. Breaths of Mozambique). Frásögnin gefur skýra mynd af því hversu kröftug hefðin getur verið og endurspeglar efnahagsleg og félagsleg vandamál samtímans. Líkt og í gegnum linsu þá einblínir hún á sögu Mósambískra kvenna og í samhengi við breytingar, velgengni og misfelllur landsins alls.
24.02.2025

Guðrún Svana Pétursdóttir opnaði ljósmyndasýninguna Fangaðu augnablikið

Guðrún Svana Pétursdóttir opnað í dag ljósmyndasýninguna Fangaðu augnablikið í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Guðrún er áhugaljósmyndari og tekur myndir aðallega af náttúru og byggingum í drungalegum og dramatískum stíl. Myndirnar á sýningunni eru teknar á árunum 2019 til 2024.
13.02.2025

Draugahús á Hræðilegri helgi

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi verður Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið sett í hræðilegan draugalegan búning. Það eru krakkarnir í Félagsmiðstöðinni X-ið sem sjá um að hræða okkur.
12.02.2025

Fangaðu augnablikið ljósmyndasýning eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur

Ljósmyndasýningin Fangaðu augnablikið eftir Guðrúnu Svönu Pétursdóttur, opnar föstudaginn 14. febrúar kl. 17:30.
Hvað er á dagskrá?

Viðburðir

Sjá alla viðburði

Norska Húsið

Norska húsið er fyrsta tvílyfta íbúðarhús reist á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 fyrir Árna Thorlacius.

Krambúð

Á fyrstu hæð Norska hússins má finna Krambúð sem selur hin ýmsu listaverk, bæði eftir listamenn í Stykkishólmi og annars staðar frá.

Grunnsýningin

Sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ og dregur fram sjónarhorn ungs fólks á umhverfi sitt og tengingu þess við átthagana.