Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

16.02.2024

Sjónauki og Mundi

Í tilefni af Óskahelgi í Stykkishólmi opna tvær nýjar sýningar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 28. október kl. 14:00. Anna Sigríður Gunnarsdóttir opnar sýninguna Sjónauki. Steinnun Gríma opnar sýninguna Mundi. Anna Sigríður Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1960 en hefur verið búsett í Stykkishólmi síðan 1982. Hún lærði mótun í leir og tengd efni í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
12.09.2023

HJARTASTAÐUR - Ný grunnsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla opnar

Ný grunnsýning verður opnuð laugardaginn 23. september kl. 14:30 í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýningin leysir af hólmi fyrri grunnsýningu safnsins sem staðið hefur yfir á miðhæð hússins síðan árið 2001.
12.09.2023

Solander 250:Bréf frá Ísland - opnun

Laugardaginn 23. september opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin Solander 250:Bréf frá Íslandi. Sýningin hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt land frá haustinu 2022 og enda í Svíþjóð 2024. Sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslensk grafík og sænska sendiráðsins á Íslandi.
05.07.2023

Glerverk með Snæfellsnes í huga

Sýningin Glerverk með Snæfellsnes í huga eftir Hrafnhildi Ágústdóttur (Rabbý) opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, laugardaginn 8. júlí kl. 14:00. Á sýningunni eru 36 fuglamyndir, aðallega af farfuglum, sem eru algengir á Snæfellsnesi. Sex myndir eru í hverju setti, lóur, kríur, tjaldar, maríuerlur, hrafnar og sex mismunandi vaðfuglar, spói,
Hvað er á dagskrá?

Viðburðir

Sjá alla viðburði

Norska Húsið

Norska húsið er fyrsta tvílyfta íbúðarhús reist á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 fyrir Árna Thorlacius.

Krambúð

Á fyrstu hæð Norska hússins má finna Krambúð sem selur hin ýmsu listaverk, bæði eftir listamenn í Stykkishólmi og annars staðar frá.

Grunnsýningin

Sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ og dregur fram sjónarhorn ungs fólks á umhverfi sitt og tengingu þess við átthagana.