Velkomin í Norska húsið
Norska húsið við Hafnargötu 5 í Stykkishólmi hýsir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.
Opnunartími í desember 2024
Opið þriðjudaga- sunnudaga frá kl. 13:00-16:00.
Norska húsið við Hafnargötu 5 í Stykkishólmi hýsir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.
Opnunartími í desember 2024
Opið þriðjudaga- sunnudaga frá kl. 13:00-16:00.
Norska húsið er fyrsta tvílyfta íbúðarhús reist á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 fyrir Árna Thorlacius.
Á fyrstu hæð Norska hússins má finna Krambúð sem selur hin ýmsu listaverk, bæði eftir listamenn í Stykkishólmi og annars staðar frá.
Sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ og dregur fram sjónarhorn ungs fólks á umhverfi sitt og tengingu þess við átthagana.