Stakur viðburður

Kokteilboð og Hljómsveitin Bergmál

Í tilefni kokteilhátíðar mun Norska húsið halda kokteilboð og tónleika í Stáss stofunni föstudaginn 15. apríl kl. 17:00-18:00.
Hljómsveitin Bergmál spilar undursamlega tónlist með húmorinn að vopni. Uppistand í tónlistarformi.
Tónlistin þeirra er frumsamin og sérstaða þeirra er að blanda húmor saman við lagasmíðina með því markmiði að létta lund áhorfenda.
Frekari upplýsingar um Bergmál er að finna á heimasíðu þeirra: https://www.bergmal.band/
Aðgangur er ókeypis.
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.