Stakur viðburður

Sýningaropnun - Is it inside my body ~ or is it outside

Fimmtudaginn 14. apríl kl. 15:30 opnar í Norska húsinu myndlistarsýningin - Is it inside my body ~ or is it outside eftir Söru Gillies.
Verk Söru búa bæði yfir persónulegum og landfræðilegum skírskotunum og í nýlegum verkum sínum vinnur hún við að endurupphugsa líkamann, sér í lagi kvenlíkamann, og tengja hann við náttúruna. Hvoru tveggja eru marglaga fyrirbæri en í verkum Söru verður til ákveðinn samruni náttúru og líkama sem hún tvinnar saman við eigin brotakenndar hugsanir, minningar og reynslu.
Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Vesturlands.
Um páskana verður safnið opið:
Skírdagur: kl. 15:30-17:00.
Föstudagurinn langi: kl. 17:00-18:00.
Laugardagur: kl. 13:00-16:00.
Páskadagur: kl. 13:00-16:00.
Annar í páskum: kl. 13:00-16:00.