Stakur viðburður

Sumaropnun Norska hússins.

Þann 1. apríl síðastliðinn opnuðu tvær sýningar í Norska hússinu- BSH. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda formlega opnun og verður hún því 3. júní næstkomandi.
Þetta eru ljóðasýningin Hjartagull eftir Kristínu Lilju Gunnsteinsdóttur og ljósmyndasýningin Silfurbúrið eftir Hjördísi Eyþórsdóttur.
Hjördís Eyþórsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1991. Hjördís hóf að taka ljósmyndir árið 2016 og hefur lengi haft mikinn áhuga á ljósmyndum.
Á sýningunni sýnir hún brot úr nýju langtímaverki sínu. Silfurbúrið afhjúpar landsbyggðardrauminn og sýnir draumkenndan raunveruleika ungrar konu sem býr ein í smábæ á Vesturlandi.
Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir var fædd árið 1990. Á sýningunni gefur að líta ljóð og teikningar eftir hana frá því hún var barn í Stykkishólmi. En það kom snemma í ljós hversu listræn Kristín var og í henni bjó ólgandi og skapandi kraftur.
Sýningin er styrkt af Uppbyggingasjóði Vesturlands og Lista- og menningarsjóði Stykishólmsbæjar.
Léttar veitingar í boði.
Sýningarnar standa til 27. júní.
Safnið verður opið alla daga í sumar frá kl. 11-17.