Stakur viðburður

Jólaopnun Norska hússins hefst 29. nóvember kl. 17:00.

Sýningin 24 dagar til jóla - Börnin fara að hlakka til opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappæla föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00.

Ingi Hans Jónsson spjallar við gesti um leikföng liðinna tíma.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Lista- og menningarsjóði Stykkishólmsbæjar.