Sýningar

Lítil mær heilsar - Júlíana Jónsdóttir

Mynd af sveitarfélagi

Dagana 21. - 24 mars 2019 var Júlíana - hátíð sögu og bóka haldin í sjöunda sinn í Stykkishólmi. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla tók þátt í hátíðinni og opnaði sýningu um Júlíönu Jónsdóttur sem hátíðin er kennd eftir.

Júlíana Jónsdóttir (27. mars 1838 – 12. júní 1917) var íslensk skáldkona, fædd á Búrfelli í Hálsasveit í Borgarfirði en fluttist til Kanada og dó þar. Hún gaf út ljóðabók fyrst íslenskra kvenna. Það var bókin Stúlka sem kom út árið 1876. Veturinn 1878-1879 var leikrit hennar Víg Kjartans Ólafssonar sett upp í Stykkishólmi og er það fyrsta leikritið á Íslandi sem gert er eftir íslenskri fornsögu. Árið 1916 gaf hún svo út bókina Hagalagðar, sem kom út í Winnipeg og var fyrsta skáldverk eftir íslenska konu sem kemur út á bók vestanhafs.

Á sýningunni var ævihlaupi Júlíönu gerð skil, verkum hennar og tímanum er hún bjó í Stykkishólmi.

Spjöld

Ljóð

Myndir af sýningu

Jólasýning 2018. 24 dagar til jóla - jólamatur

Mynd af sveitarfélagi

Jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla opnaði 1. desember 2018. Sýningin bar heitið 24 dagar til jóla - jólamatur. Gerð voru 24 spjöld um jólamat, ein tegund á hverju spjaldi, var hvert spjald eins og dagatalsgluggi. Tekinn var fyrir vinsæll jólmatur á Íslandi fyrr og nú. Einnig kökur, nammi og drykkir. Einnig voru gerð spjöld með auglýsingum um jólamat skipt eftir áratugum. Sett var upp eldhús og jólastofa, þar gátu gestir horft á gamalt sjónvarpsefni tengt jólunum, meðal annars jólamatreiðsluþætti og fyrstu jóla- Stundina okkar. Í tengslum við sýninguna voru haldnir nokkrir viðburðir, meðal annars gátu fjölskyldur komið og skreytt saman piparkökuhús.

Spjöld

Myndir af sýningu

 

Stykkishólmur í aðdraganda fullveldis 2018

Mynd af sveitarfélagi

Ljósmyndasafn Stykkishólms og Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla opnaði sýningu í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands.  Þar var m.a. hægt að sjá manntal yfir þá íbúa sem bjuggu í Stykkishólmi fullveldisárið 1918, auk þess myndir af Stykkishólmi og Hólmurum sem hér bjuggu á þessum tíma. Jafnframt sýningarspjöld um sögu Stykkishólms í aðdraganda fullveldis.

Spjöld

 

Sumarsýning 2018. Gluggi til fortíðar, gersemar nútíðar og arfur framtíðar: Endurgerð Norska hússins

Mynd af sveitarfélagi

Gluggi til fortíðar, gersemar nútíðar og arfur framtíðar: Endurgerð Norska hússins opnaði í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sunnudaginn 3. júní 2018.

Spjöld

Myndir af sýningu

Dáleiðandi mandölur og glaðlynd furðudýr 2017

Mynd af sveitarfélagi

Þann 6. desember 2017 opnaði myndlistarsýningin „Dáleiðandi mandölur og glaðlynd furðudýr“ í Norska húsinu í Stykkishólmi. Þar sýndu mæðgurnar Menja von Schmalensee og Ísól Lilja Róbertsdóttir nokkur af verkum sínum.

Myndir af sýningu

Sumarsýningar 2017

Mynd af sveitarfélagi

Árið 2017 voru tvær sumarsýningar, myndlistarsýning eftir Ernu Guðmarsdóttur, Fuglar og Fantasíur og ljósmyndasýning eftir Hjördísi Eyþórsdóttur, Snæfellsnes // 中國

Myndir af sýningu

Fermingarsýning 2017

Mynd af sveitarfélagi

Vorsýning Norska hússins 2017 var  „Í fullorðinna manna tölu”. Sýningin fjallaði um fermingar og fangaði ýmsa tíðaranda, með gömlum fermingarmyndum og gjöfum frá íbúum Stykkishólms.

Myndir af sýningu

Aton sýning 2016

Mynd af sveitarfélagi

Sumarsýning Norska hússins-BSH 2016, var sýning á ATON húsgögnum sem var húsgagnasmiðja starfrækt í Stykkishólmi á árunum 1968-1975.

Spjöld

Myndir af sýningu

Bæklingur

Plakat

 

 

Sumarsýning 2015 - Miðstöðvar og mangarar. Breiðafjörður og Norður - Atlantshafið 1300-1700

Mynd af sveitarfélagi

Sýningin Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð: Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið 1300-1700, opnaði í Norska húsinu sumarið 2015.

Sýningin fjallaði um sögu viðskipta og verslunar erlendra kaupmanna við Breiðafjörð og samskipti þeirra við valdafólk á svæðinu. Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð var shafts sýning og er handrit hennar unnið af Valgerði Óskarsdóttur þjóðfræðing.

Sýningin er jafnframt hluti af stærra rannsóknarverkefni, Sögu Breiðafjarðar, sem unnið er að við Háskóla Íslands.

Myndir af sýningu

Á leið um landið - Febrúar 2015

Mynd af sveitarfélagi

Í febrúar 2015 tók Norska húsið og Stykkishólmsbær á móti farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands, Á leið um landið, sem gerð var vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Förin hófst í Snorrastofu í Reykholti í janúar, við lok febrúarmánuðar hélt sýningin áfram til 10 annarra sveitarfélaga á landinu og endaði í Reykjavík í desember.

Myndir af sýningu

 

Lítinn spöl frá Köldukvísl 2014

Mynd af sveitarfélagi

Lítinn spöl frá Köldukvísl var hluti af MA verkefni Hjördísar Pálsdóttur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Miðlunarverkefnið er sýning sem byggir á sögnum af Kerlingarskarði, bæði gömlum þjóðsögum sem og upplifunum fólks af skarðinu í seinni tíð.

Myndir af sýningu

Sumarsýning 2014 - Pixlaður tími

Mynd af sveitarfélagi

Sumarsýningin 2014 nefndist  Pixlaður tími og var eins konar sjónrænt samtal við fortíðina. Um var að ræða samsýningu þriggja myndlistarmanna sem allir tengjast svæðinu bæði leynt og ljóst. Þetta voru þeir Birgir Snæbjörn Birgisson (f. 1966), Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (f. 1969) og Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953).

Myndir af sýningu