Stök tilkynning

Óheimilt að synda í höfninni

Borið hefur á því undanfarið að ungmenni hafi gert sér að leik að stökkva fram af bryggjunni í sjóinn. Vert er að taka fram að þetta er með öllu óheimilt þar sem mikil hætta getur skapast af slíku.

Dæmi eru um að ungmenni stökkvi fram af Baldursbryggju og syndi yfir á Stykkið. Þetta er eina siglingaleiðin inn og út úr höfninni og því ljóst að þessu fylgir mikil hætta og því tilefni til að minna á að óheimilt er að synda í höfninni.